Um mig

Ég heiti Ingunn Bjarnadóttir og er stofnandi IB interior. Ég er búin með nám í innanhússhönnun og er einnig með löggildingu í homestaging, sem á íslensku gæti þýtt stílisering á eignum fyrir sölu.

Innanhússhönnun og stílisering heimila hefur alltaf verið stórt áhugamál hjá mér og þykir mér mjög áhugavert að sjá hvernig lýsing, lita- og efnaval getur haft áhrif á rými.

Þegar ég var lítil flutti fjölskyldan mín út til Svíþjóðar. Ég bjó þar í rúmlega tuttugu ár áður en ég ákvað að flytja aftur til Íslands. Þar sem að ég bjó lengi í Svíþjóð hef ég alltaf fengið mikinn innblástur frá sænskri innanhússhönnun og hef alltaf haft sérstaklega gaman af því að skoða sænski fasteignamarkaðurinn. Að sjá hvernig þau eru að nýta sér homestaging og hvernig það hefur áhrif á myndirnar, og þ.a.l eftirspurnina, hefur leitt til þess að ég hef fengið mikinn áhuga á homestaging.