Stílisering fyrir heimili & fasteignir fyrir komandi sölu
Þjónusta
Hvað er stílisering?
Stílisering fasteigna fyrir sölu, (e.home staging) er mjög vinsælt erlendis og það hefur sýnt sig að fasteign sem er stíliseruð fyrir myndatöku og opin hús er auðveldari í sölu. Það að stílisera eign svo hún höfði til sem flestra hjálpar tilvonandi kaupendum að sjá sig fyrir sér búandi í eigninni og eru þá líklegri til að kaupa eignina. Með því að velja húsgögn, lýsingu og skrautmuni sem leggja áherslu á bestu hliðar heimilisins getur þú aukið verðmæti eignarinnar.
Hvernig virkar þetta?
Ef þú óskar eftir ráðgjöf þá mæti ég heim til þín og við förum yfir heimilið saman. Í framhaldi af fundinum getur þú einnig fengið tilboð í stíliseringu ef þú óskar eftir því. Ef þú óskar eftir stíliseringu þá mæti ég heim til þín til að skoða eignina til að sjá hvað þarf til að stílisera hana.
Næsta skref er að stílisera eignina og það er gert rétt fyrir myndatöku. Fyrir opna húsið þá kem ég aftur heim til ykkar til að yfirfara stíliseringuna. Þær vörur sem eru notaðar í stíliseringuna leigið þið í 30 daga, sem er innifalið í verðinu.
Þegar eignin er seld þá sæki ég vörurnar sem voru notaðar í stíliseringuna.


Ráðgjöf
Ég kem heim til þín og saman förum við í gegnum heimilið herbergi fyrir herbergi. Ég kem síðan með tillögur um hvað er hægt að fjarlægja, bæta við eða færa til að draga fram það besta á heimilinu. Svo framkvæmir þú breytingarnar sjálfur.
Stílisering 1
Ég stílisera eignina þína með þau húsgögn og skrautmuni sem eru til á þínu heimili.
Stílisering 2
Ég stílisera eignina þína með þínum húsgögnum en bæti við vefnaðarvörur, skrautmuni, mottur, ljós og blóm og skiptum einnig út lítil húsgögn ef þörf er á því.
Skipulagið er alltaf einstaklingsbundið og það getur þýtt að ég fjarlægi húsgögn og bæti við öllu frá húsgögnum til skrautmuna, þar með talið plöntum, fersku kryddi, málverkum osfrv. út frá sérstökum þörfum heimilisins.
Stílisering 3
Ég stílisera eign sem er alveg tóm. Kem með húsgögn, vefnaðarvörur, skrautmuni, veggmyndir, ljós og blóm til að gera eignina klára fyrir myndatöku og opið hús.

Þjónustuleiðir



Hafa Samband
ingunn@ibinterior.is
+354 856 - 6072