Stílisering fyrir heimili og fasteignir

Ertu að fara selja eignina þína eða viltu breyta aðeins til heima hjá þér? Ég býð upp á margþætta þjónustu, meðal annars ráðgjöf vegna stíliseringu fyrir sölu eignar og ráðgjöf vegna almennra breytinga innan heimilisins. 

Ég sérhæfi mig í að stílisera fasteignir fyrir sölu. Til þess að fá sem mest út úr sölu á fasteign er mikilvægt að sýna bestu hliðar þess. Stílisering getur því verið góð fjárfesting fyrir sölu á fasteign. Ég býð uppá stíliseringu og ráðgjöf fyrir myndatökur og opin hús. Einnig gæti verið sniðugt að fá nýjar og ferskar hugmyndir þegar fólk flutt er inn á nýtt heimili með því að fá ráðgjöf í stíliseringu.

Ráðgjöf fyrir sölu á fasteign

Ég kem heim til þín og saman förum við í gegnum heimilið herbergi fyrir herbergi. Ég kem síðan með tillögur um hvað er hægt að fjarlægja, bæta við eða færa til, til þess að hægt sé að draga fram það besta úr heimilinu. Eigandi framkvæmir breytingar sjálfur.

Stílisering fyrir sölu á fasteign

Ertu að selja fasteign? Ég býð upp á tvennskonar stíliseringu fyrir þína eign, hvað hentar hverjum og einum.

Instagram